Áhugavert knattspyrna

Hafþór Þrastarson er kominn heim

Selfoss_merki_nytt-300x224

Varnarmaðurinn sterki Hafþór Þrastarson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Selfoss. Hafþór er selfyssingur inn við beinið en hann spilaði 6 leiki með Selfoss í pepsídeildinni árið 2012.

Hafþór er gríðarlega hraður og agressívur leikmaður en einnig sterkur leiðtogi sem kemur til með að styrkja hópinn innan sem utan vallar.

Hafþór verður gjaldgengur með Selfoss á sunnudaginn kemur þegar liðið mætir pepsídeildarliði KR í deildarbikarnum.

16808377_10154446467532775_38630903_n

–Ljósmynd/GK

Fyrsti leikur Hafþórs var í snjó á Selfossvelli – síðan þá hefur lítið snjóað!

 

Bjóðum Hafþór velkominn aftur í Selfoss

[fb_count]