Áhugavert handbolti

Ragnarsmótið

Ragnarsmótið í handknattleik er árlegt minningarmót sem haldið er til minningar um Ragnar Hjálmtýsson einn af efnilegri handboltamönnum Selfoss. Hann lést ungur að árum í bílslysi árið 1988. Mótið fer fram í byrjun september og er haldið í 25. skipti árið 2014.

Sex lið taka þátt í mótinu og spila þau innbyrðis í tveimur riðlum. Efstu liðin leika síðan til úrslita um 1. sætið, næst efstu liðin um 3. sætið og liðin sem voru í þriðja sæti leika um 5. sætið. Fyrir sigur í mótinu er veittur sérstakur farandbikar. Einnig eru veitt verðlaun fyrir besta leikmanninn, besta sóknarmanninn, besta varnarmanninn, besta markmanninn og markahæsta leikmanninn. Sérstök nefnd sér um valið.