Áhugavert handbolti

Ragnarsmótið 2014

Ragnarsmótið í handbolta árið 2014 verður haldið í Íþróttahúsi Vallaskóla 3. – 6. september nk. Handknattleiksdeild Selfoss heldur mótið í samstarfi við VÍS og fjölskyldu Ragnars Hjálmtýssonar, sem lést ungur í bílslysi. Mótið er æfingamót fyrir leikmenn og dómara áður en handboltavertíðin hefst.

Auk heimamanna taka þátt í mótinu í ár Olísdeildarlið HK, Stjörnunnar, Vals og Aftureldingar og 1. deildarlið Gróttu.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit leikja og lokastöðuna í riðlakeppninni.

A riðill B riðill
Stjarnan 3 stig Valur 3 stig
HK 2 stig Grótta 2 stig
Selfoss 1 stig Afturelding 1 stig

Miðvikudagur 3. september
Kl. 18:30 HK – Stjarnan 21-25
Kl. 20:00 Grótta – Valur 13-33

Fimmtudagur 4. september
Kl. 18:30 Afturelding – Valur 22-22
Kl. 20:00 Selfoss – Stjarnan 25-25

Föstudagur 5. september
Kl. 18:30 Afturelding – Grótta 26-29
Kl. 20:00 Selfoss – HK 27-33

Laugardagur 6. september
Kl. 12:00 Leikur um 5. sæti Selfoss – Afturelding 27-31
Kl. 14:00 Leikur um 3. sæti HK – Grótta 31-32
Kl. 16:00 Leikur um 1. sæti Valur – Stjarnan 33-29

Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið á mótinu auk þess sem sigurliðið fær farandbikar til varðveislu í eitt ár. Bikarinn var í vörslu ÍBV sem sigraði mótið árið 2013.

Að loknu móti voru veitt einstaklingsverðlaun.

Markahæsti leikmaður: Sverrir Pálsson úr Selfoss skoraði 21 mark.
Besti markmaður: Hlynur Morthens úr Val.
Besti varnarmaður: Guðmundur Hólmgeirsson úr Val.
Besti sóknarmaður: Starri Friðriksson úr Stjörnunni.
Besti leikmaður: Guðmundur Hólmgeirsson úr Val.

Sérstök nefnd sá um valið.