Áhugavert Júdó

Júdódeild UMFS

Júdódeild Umf. Selfoss var stofnuð árið 1986 og hefur deildin starfað óslitið síðan. Iðkenndur hafa verið nokkrir tugir í gegnum árin og árið 2007 voru þeir um 70 talsins. Árangur deildarinnar á mótum hefur verið góður.

Virkni iðkennda og foreldra þeirra í félagstarfi deildarinnar er afar mikilvæg. Því eru allir sem áhuga hafa á því að styðja við deildina með sjálfboðavinnu hjartanlega velkomnir. Vinsamlegast hafið samband við einhvern stjórnarmanna deildarinnar.