Áhugavert Mótokross

 

Æfingar

Mótokossdeildin stendur fyrir æfingum sumarið 2017 sem hefjast 17. maí og verða út ágúst.

Það eru æfingar tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum og hefjast klukkan 19:00 og standa til 20:30 báða dagana.

Það eru tveir þjálfarar í brautinni og eru allir velkomnir en æfingahópar eru aldursskiptir. Þjálfarar eru Gyða Dögg Heiðarsdóttir ríkjandi Íslandsmeistari í mótokrossi og Heiðar Örn Sverrisson fyrrverandi Íslandsmeistari í mótokrossi.

Einfaldasta leiðin til að byrja er að mæta á æfingu og gefa sig fram við þjálfara. Einnig er hægt að hafa samband við Guðmund Gústafsson formann í síma 860-3747 eða Karl Ágúst gjaldkera í síma 864-2307.

Æfingagjald er kr. 5.000 krónur á mánuði og er það rukkað í gegnum Nóra skráningar- og greiðslukerfi Umf. Selfoss.