Áhugavert fimleikar

Sex félagar sæmdir silfurmerki Umf. Selfoss

Aðalfundur fimleikadeildarinnar fór fram í Tíbrá þriðjudaginn 28. febrúar.

Vel var mætt á fundinn, helstu tíðindi voru að Þóra Þórarinsdóttir lét af störfum sem formaður og Inga Garðarsóttir tók við af henni. Karl Kristbjarnarson og Oddur Hafsteinsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, inn fyrir þá komu þau Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, Ágúst Sigurjónsson og Guðrún Ásta Garðarsdóttir. Auk þeirra sitja í stjórn Jóhann Böðvar Sigþórsson, Dagrún Ingvarsdóttir og Össur Björnsson. Við þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum kærlega fyrir sín störf fyrir félagið og bjóðum þá nýju velkomna til starfa.

Sex einstaklingar voru sæmdir silfurmerki félagsins, voru það þau Steinunn H. Eggertsdóttir, Sigríður Erlingsdóttir, Þóra Þórarinsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Þórir Haraldsson og Inga Heiða Heimisdóttir.

img_1167 img_1173

 

[fb_count]