Áhugavert Sund

 

Foreldrar sund

Holl ráð til foreldra

 • Verið virkir félagar i starfi deildarinnar og nýtið ykkur það að geta stuðlað að góðu uppeldisumhverfi fyrir börnin ykkar. 
 • Haldið uppi góðum samskiptum við þjálfara og stjórn sunddeildarinnar með því að ræða reglulega við þjálfara og stjórn sunddeildarinnar. Komið ánægju eða óánægju með störf deildarinnar á framfæri, aðeins þannig vitum við ef vel er gert eða hvort gera þarf betur.
 • Leggið góðu starfi lið og takið þátt í stjórnarstörfum sunddeildarinnar. 
 • Haldið ykkur upplýstum um starf deildarinnar með því að lesa vel fréttabréf og tölvupóst í tengslum við starfið. Heimsækið heimasíðu félagsins reglulega.
 • Leggið mikið upp úr stundvísi sundmanna, á æfingar og sundmót.
 • Kynnið ykkur vel hvað telst góð sundiðkun og hvaða reglur gilda.
 • Reynið að mæta á eins mörg sundmót og kostur er.
 • Skilið inn skráningarblöðum og borgið félagsgjöld tímanlega.
 • Látið þjálfara um að þjálfa, þeir eru sérfræðingarnir og vita hvað sundmönnum og liðinu er fyrir bestu í því sem viðkemur sundíþróttinni.
 • Komið með ábendingar og spurningar eftir æfingar. Forðist að trufla þjálfara á meðan æfingu stendur, svo hann geti einbeitt sér að því að nýta æfingarnar vel.
 • Takið þátt í dómaranámskeiðum hjá SSÍ og verið virk á sundmótum.