Áhugavert Sund

 

Verksvið foreldraráðs

Verksvið foreldraráðs Sunddeildar Umf. Selfoss

Foreldraráð er ætlað til þess að foreldrar geti með frumkvæði sínu og hugmyndum eflt íþróttastarfið og haft áhrif á aðstöðu og aðbúnað félagsins. Góð samvinna heimila og sunddeildarinnar er kjörin leið til að efla starfið og jafnframt veita stjórn deildarinnar og þjálfurum aðhald. Foreldraráð lýtur yfirstjórn stjórnar sunddeildar.

Reglur fyrir foreldraráð Sunddeildar Umf. Selfoss.

1. grein.
Foreldraráð er vettvangur foreldra og forráðamanna sundiðkenda í sunddeild  Umf. Selfoss. Þrír foreldrar eru skipaðir til eins árs í senn af stjórn sunddeildarinnar og mega þeir jafnframt ekki sitja í stjórn sunddeildarinnar. Skipa skal í foreldraráð fyrir 15. september ár hvert.

2. grein.
Hlutverk foreldraráðs er fyrst og fremst að:
• standa vörð um hagsmuni iðkenda í sunddeildinni,
• efla tengsl heimila og sunddeildarinnar,
• efla samskipti milli iðkenda, foreldra annars vegar og stjórnenda og þjálfara hins vegar,
• stuðla að bættri vellíðan iðkenda í leik og starfi,
• stuðla að betri árangri í starfi sunddeildarinnar.

3. grein.
Ef foreldraráð verða fleiri en eitt skal ákveðinn stjórnarmaður vera tengiliður viðkomandi foreldraráðs.

4. grein.
Foreldraráð eða foreldrafundur ákveður hvernig það vill starfa til að reglum þessum og markmiðum 2. greinar verði náð.