Áhugavert Umf. Selfoss

Íþrótta- og útivistarklúbbur UMFS

Ungbarnasund Guggusund

JAKO_jakosport

EIMSKIP_FLYTJANDI

 

Jólasveinaþjónusta

Árum saman hefur Ungmennafélag Selfoss sinnt ákveðnum þjónustustörfum fyrir jólasveinana þrettán sem búa í Ingólfsfjalli.

Annan laugardag í desember hafa þeir jafnan komið til byggða og heilsað upp á börnin á jólatorginu í miðbænum.

Sveinarnir hafa síðan sinnt ýmsum skyldustörfum eins og að koma í heimsóknir í skóla, leikskóla og fyrirtæki. Upplýsingar um þessa þjónustu má fá í síma 482 2477, 894 5070 eða 893 2092.

Á aðfangadag hafa jólasveinarnir boðist til að fara með jólapakka heim til krakka á Selfossi. Til að nýta sér þá þjónustu þarf að koma pökkunum í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, Engjavegi 50 (við íþróttavöllinn), á Þorláksmessu 23. desember kl. 18:00 – 21:00. Hver sending kostar kr. 2.000 á fjölskyldu.

Gleðileg jól!