Handbolti

Selfyssingar unnu ótrúlegan sigur á Haukum í Schenker höllinni á Ásvöllum í kvöld í framlengdum leik, 30-32.  Þetta var þriðji leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta og staðan því orðin 2-1 fyrir Selfoss. Liðin skiptust á að halda forustu fyrstu mínútur leiksins.  Um miðbik hálfleiksins tóku Haukar frumkvæðið og náðu þriggja marka forskoti, Patrekur tók leikhlé og stöðvaði blæðinguna