Júdó

Egill Blöndal féll úr leik í fyrstu umferð á Evrópumótinu í júdó sem fór fram í Prag í Tékklandi um helgina. Þetta var fyrsta mót Egils, sem keppir í -90 kg flokki, eftir meira en eitt ár frá keppni og tvær erfiðar aðgerðir. Egill tapaði fyrir afar sterkum keppanda frá Georgíu, Beka Gvinasvhili, sem er í tíunda sæti heimslistans í þyngdarflokknum