Knattspyrna

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss, skrifaði í vikunni undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss. Alfreð tók við kvennaliði Selfoss eftir að það féll úr úrvalsdeildinni árið 2016 og undir hans stjórn hefur leiðin stöðugt legið upp á við. Liðið fór beint upp í úrvalsdeildina aftur og í sumar lýkur Selfoss leik í 3. sæti deildarinnar og fyrsti stóri