Æfingar

Æfingar

Motocrossdeild mun standa fyrir æfingum í sumar fyrir alla aldurs og getuflokka meðlima.

Púkaæfingar:

Yngri krakkar eru jafnan þekkt sem púkar hjá motocrossfólki og því höldum við okkur við það. Æfingar verða í boði í sumar fyrir púka og mun Hákon Andrason #212 sjá um þjálfun á þeim og verður ekkert æfingagjald rukkað á þær æfingar, motocrossdeild mun standa undir þeim kostnaði. Æfingar munu hefjast í lok maí – byrjun júní og verða í mánuð og svo verður aftur kennt í mánuð eftir verslunarmannahelgi. Nánar auglýst síðar.

Eldri og reyndari og hraðari hjólarar:

Aron Ómarsson #66 og Örn Sævar Hilmarsson #21 verða með æfingar fyrir okkur í sumar fyrir eldri hópinn sem keyrir á stærri hjólum. Kennt verður í tveimur hópum , betri og … ekki betri. Tvö námskeið verða í boði í sumar og byrjar það fyrra í byrjun júní og það seinna eftir verslunarmannahelgi. Kennt er tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga og byrjar fyrri hópurinn um 17:30 og seinni hópurinn klukkan 19:00. Hvort námskeið fyrir sig stendur yfir í mánuð og kostar það 12500 á mann. Nánar auglýst síðar.