Brautargjöld

 

Brautargjald í motocrossbrautina við Hrísmýri fyrir árið 2013 eru 1.000 kr. fyrir félagsmenn og 1.500 kr. fyrir utanfélagsmenn. Athugið að það er á ábyrgð þess sem verslar miðann að láta vita hvort hann borgi félags- eða utanfélagsgjald. Verði einhver uppvís af því að vera utanfélagsmaður en borga eingöngu 1.000 kr. fyrir miðann verður hinum sama vísað úr brautinni tafarlaust. Miðarnir verða merktir hvort viðkomandi er félagsmaður eða ekki.

Árgjald í braut:

Árskort eru í boði í brautina og kosta kr. 6.000 fyrir félagsmenn, kr. 15.000  fyrir utanfélagsmenn og gilda fram á vor 2014. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa árskort er bent á að hafa samband við Axel gjaldkera í síma 661 7743 eða á axelsig404@gmail.com og greiða gjaldið inn á reikning deildarinnar 152-26-9400 kt:560301-3670

Viltu vinna fyrir árskortinu?

Félagsmenn geta unnið sér inn fyrir árskortinu með því að mæta á fjóra vinnudaga/kvöld og þá fá þeir árskortið að launum. Okkur vantar alltaf hjálp við að gera svæðið okkar betra. Vinnudagar/kvöld eru auglýstir með tölvupósti á þá sem deildin hefur póstfang á. Viljir þú komast á póstlista motocrossdeildar er hægt að senda póst á motocrossumfs@gmail.com og biðja um að komast á listann.