Motocross of Nation - Ernée

Alexander Adam, Máni Freyr Pétursson og Eiður Orri Pálmarsson
Alexander Adam, Máni Freyr Pétursson og Eiður Orri Pálmarsson

Motocross of Nation fór fram helgina 6. - 8. október í Ernée í Frakklandi þar sem bestu motocross ökumenn heims keppa við krefjandi aðstæður. Um 100. þúsund áhorfendur og voru þarna saman komnir og var stemmingin rosaleg. Að þessu sinni tóku þeir Máni Freyr Pétursson, Eiður Orri Pálmason og selfyssingurinn Alexander Adam Kuc þátt fyrir Íslands hönd og er þetta yngsta landsliðið sem Ísland hefur sent á MXON. Á laugardeginum varð ljóst að Ísland var meðal 6 neðstu þjóðanna og þurftu strákarnir því að taka þátt í C-finals úrlistum til að eiga möguleika á að halda áfram keppni daginn eftir. C-finals fór síðan fram seinni partinn á laugardeginum og unnu strákarnir frábæran sigur eftir hörku bárráttu við Pólland og skilaði það þeim áfram í B-finals á sunnudeginum. 

Heppnin var svo ekki með íslensku stráknum á sunnudeginum þegar þeir tóku þátt í B-finals, Máni Freyr Pétursson og Eiður Orri Pálmarsson féllu báðir úr leik og var því  Alexander Adam eini sem kláraði keppni fyrir Íslands hönd og stóð sig vel og endaði í 25. sæti en Íslands hafnaði í 31. sæti á mótinu af þeim 37 löndum sem kepptu á mótinu.

Frakkland vann síðan keppnina og var með ólíkindum að horfa á þessa ökumenn hjóla í þessari erfiðu braut. 

Við erum stolt af stráknum, þessi reynsla er mjög dýrmæt fyrir þá og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni

Áfram Ísland

Myndir: Stefanía Reynisdóttir