Knattspyrna

Varnarmaðurinn Brynja Valgeirsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss fyrir komandi keppnistímabil í Pepsi-deildinni. Brynja, sem er 24 ára gömul og hefur spilað 70 meistaraflokksleiki fyrir Selfoss, var algjör lykilmaður í Selfossliðinu í 1. deildinni á síðasta keppnistímabili þegar liðið endurheimti sæti sitt í deild þeirra bestu. „Brynja átti mjög gott tímabil síðasta sumar og það var gaman að sjá hvað